Markaðshlutdeild Landsbankans hélt áfram að aukast á árinu 2017 og kannanir sýndu aukna ánægju viðskiptavina með þjónustu bankans og vaxandi traust. Hagnaður Landsbankans á árinu 2017 nam 19,8 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 16,6 milljarða króna árið 2016. Arðsemi eiginfjár eftir skatta á árinu 2017 var 8,2%.
Einstaklingar í viðskiptum við Landsbankann | 123.358 |
Fyrirtæki í viðskiptum við Landsbankann | 13.503 |
Útibú og afgreiðslur í árslok 2017 | 37 |
Fjöldi hraðbanka / fjöldi afgreiðslustaða | 79/62 |
Stöðugildi í árslok 2017 | 997 |