„Rekstur Landsbankans gekk vel á árinu 2017 og afkoma bankans var í samræmi við væntingar. Markaðshlutdeild jókst og hefur aldrei mælst hærri á einstaklingsmarkaði, kannanir sýndu aukið traust til bankans og meiri ánægju viðskiptavina með þjónustuna.“
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Úr fréttatilkynningu 15. febrúar 2018.
Kennitölur | 31.12.2017 | 31.12.2016 |
---|---|---|
Hagnaður eftir skatta | 19.766 | 16.643 |
Hreinar rekstrartekjur | 53.512 | 48.700 |
Hreinar vaxtatekjur | 36.271 | 34.650 |
Arðsemi eigin fjár fyrir skatta | 12,3% | 9,9% |
Arðsemi eigin fjár eftir skatta | 8,2% | 6,6% |
Eiginfjárhlutfall (CAR) | 26,7% | 30,2% |
Vaxtamunur eigna og skulda | 2,5% | 2,3% |
Kostnaðarhlutfall* | 46,1% | 48,4% |
Heildarlausafjárþekja LCR | 157% | 128% |
Lausafjárþekja LCR FX | 931% | 743% |
Heildareignir | 1.192.870 | 1.111.157 |
Útlán í hlutfalli við innlán viðskiptavina | 153,0% | 144,7% |
Stöðugildi | 997 | 1.012 |
* Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána)
Allar upphæðir eru í milljónum króna
Rekstrarhagnaður Landsbankans eftir skatta nam 19,8 milljörðum króna á árinu 2017 samanborið við 16,6 milljarða króna á árinu 2016. Arðsemi eigin fjár var 8,2% samanborið við 6,6% arðsemi á árinu 2016. Eiginfjárhlutfall bankans nam 26,7% í árslok 2017 samanborið við 30,2% eiginfjárhlutfall í byrjun ársins.
Hreinar vaxtatekjur námu 36,3 milljörðum króna á árinu 2017 og hækkuðu því um 1,6 milljarð króna á milli ára. Á árinu 2017 er vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna og heildarskulda 2,5% samanborið við 2,3% árið á undan.
Hreinar þjónustutekjur Landsbankans hækkuðu um 8% á milli ára. Kemur það einkum til vegna aukinna umsvifa í markaðsviðskiptum og eignastýringu og aukningar í þjónustutekjum vegna greiðslukorta. Aðrar rekstrartekjur hækka um tæpar 500 milljónir króna á milli ára sem einkum skýrist af þróun á mörkuðum á árinu. Kostnaðarhlutfall lækkaði milli ára, var 46,1% árið 2017 samanborið við 48,4% árið 2016.
Heildareignir bankans námu 1.193 milljörðum króna í árslok 2017 og jukust þær um rúm 7% á árinu.
Helstu breytingar á eignahlið efnahags Landsbankans á árinu 2017 voru þær að útlán til viðskiptavina hækkuðu um 72 milljarða króna og skuldabréfaeign bankans lækkaði um tæpa 37,6 milljarða króna.
Á skuldahlið voru þær breytingar helstar að innlán viðskiptavina jukust um tæpa 15,4 milljarða króna og skuldir við lánastofnanir og Seðlabanka jukust um 12 milljarða króna. Einnig jukust lántökur um 57,9 milljarða króna. Á árinu 2017 greiddi bankinn upp að fullu eftirstöðvar skuldabréfanna sem bankinn gaf út til LBI ehf., ásamt því að endurfjármagna að hluta óveðtryggðan skuldabréfaflokk, á gjalddaga í október 2018, að fjárhæð 300 milljónir evra.
Eigið fé bankans lækkar um 5,2 milljarða króna á milli ára, en lækkunina má rekja til 24,8 milljarða króna arðgreiðslu á árinu. Hagnaður bankans nam 19,8 milljörðum króna á árinu 2017.
Eignir | 31.12.2017 | 31.12.2016 | Breyting 2017 | |
---|---|---|---|---|
Sjóður og innstæður í Seðlabanka | 55.192 | 30.662 | 24.530 | 80% |
Markaðsskuldabréf | 117.310 | 154.892 | -37.582 | -24% |
Hlutabréf | 27.980 | 26.688 | 1.292 | 5% |
Kröfur á lánastofnanir | 44.866 | 20.408 | 24.458 | 120% |
Útlán til viðskiptavina | 925.636 | 853.417 | 72.219 | 8% |
Aðrar eignir | 18.238 | 17.641 | 597 | 3% |
Eignir til sölu | 3.648 | 7.449 | -3.801 | -51% |
Samtals | 1.192.870 | 1.111.157 | 81.713 | 7% |
Skuldir og eigið fé | 31.12.2017 | 31.12.2016 | Breyting 2017 | |
---|---|---|---|---|
Innlán frá fjármálafyrirtækjum | 32.062 | 20.093 | 11.969 | 60% |
Innlán frá viðskiptavinum | 605.158 | 589.725 | 15.433 | 3% |
Lántaka | 281.874 | 223.944 | 57.930 | 26% |
Aðrar skuldir | 27.693 | 25.069 | 2.624 | 10% |
Skuldir tengdar eignum til sölu | 27 | 1.095 | -1.068 | -98% |
Eigið fé | 246.057 | 251.231 | -5.174 | -2% |
Samtals | 1.192.871 | 1.111.157 | 81.714 | 7% |
Allar upphæðir eru í milljónum króna
Lausafjárstaða bankans er sterk bæði í heild og í erlendri mynt. Lausafjáreignir námu tæpum 167,1 milljarði króna í lok árs 2017.
Meginmælikvarði lausafjáráhættu til skamms tíma er lausafjárþekja (e. liquidity coverage ratio) sem mælir hlutfall hágæða lausafjáreigna af hreinu heildarútflæði á næstu 30 dögum miðað við álagsaðstæður.
Heildarlausafjárþekja var 157% í lok árs 2017 en Seðlabankinn gerir kröfu um að hlutfallið sé að lágmarki 100%. Lausafjárþekja erlendra mynta var á sama tíma 931% en Seðlabankinn gerir kröfu um að það hlutfall sé að lágmarki 100%.
Lausafjáreignir | 31.12.2017 | 31.12.2016 | Breyting 2017 | |
---|---|---|---|---|
Lausafé hjá seðlabönkum | 12.151 | 18.819 | -6.668 | -35% |
Lán til fjármálastofnana (styttri en 7 dagar) | 57.074 | 16.732 | 40.342 | 241% |
Skuldabréf hæf til endurhverfra viðskipta | 97.885 | 125.159 | -27.274 | -22% |
Lausafjáreignir samtals | 167.110 | 160.710 | 6.400 | 4% |
Allar upphæðir eru í milljónum króna
Útlán til viðskiptavina námu 926 milljörðum króna í lok árs 2017 samanborið við tæpa 853 milljarða króna í byrjun ársins og hækkuðu þau um 72 milljarða króna á árinu.
Á árinu 2017 námu ný útlán 279 milljörðum króna. Heildarútlán hækkuðu um 7 milljarða króna vegna gengisáhrifa, verðbóta og virðisaukningar. Afborganir viðskiptavina á árinu námu 213 milljörðum króna.
Heildareignir bankans hækkuðu um 81,7 milljarða króna á árinu.
Innlán viðskiptavina, að fjármálafyrirtækjum frátöldum, jukust um 2,6% á árinu 2017, eða um 15,4 milljarða króna. Innlán frá fjármálafyrirtækjum hækkuðu um 12 milljarða króna á árinu.
Landsbankinn hefur verið með lánshæfismat frá alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækinu S&P Global Ratings frá ársbyrjun 2014. Í október 2017 var lánshæfiseinkunn bankans hækkuð um eitt þrep og er nú BBB+/A-2 með stöðugum horfum
Í mars 2017 gaf Landsbankinn út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin eru á gjalddaga í mars 2022, bera fasta 1,375% vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 130 punkta álagi ofan á meðaltal vaxta í vaxtaskiptum í evrum.
Í júní 2017 gaf Landsbankinn út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 1.000 milljónum sænskra króna. Skuldabréfin eru á gjalddaga í júní 2020 og voru gefin út í tveimur flokkum: 700 milljónir sænskra króna á fljótandi STIBOR-vöxtum, auk 1,0% vaxtaálags, og 300 milljónir sænskra króna á 0,75% föstum vöxtum.
Í nóvember 2017 gaf Landsbankinn út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin eru á gjalddaga í maí 2023, bera 1,0% vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 85 punkta álagi ofan á meðaltal vaxta í vaxtaskiptum í evrum.
Rekstarhagnaður bankans eftir skatta á árinu 2017 nam 19,8 milljörðum króna samanborið við 16,6 milljarða króna árið 2016. Á árinu 2017 var virðisrýrnun útlána jákvæð um 1,8 milljarð króna.
Rekstrarreikningur | 2017 | 2016 | Breyting 2017 | |
---|---|---|---|---|
Hreinar vaxtatekjur | 36.271 | 34.650 | 1.621 | 5% |
Virðisbreyting | 1.785 | -318 | 2.103 | -661% |
Hreinar vaxtatekjur eftir virðisbreytingu | 38.056 | 34.332 | 3.724 | 11% |
Hreinar þjónustutekjur | 8.431 | 7.809 | 622 | 8% |
Gjaldeyrisgengismunur | -1.375 | -179 | -1.196 | 668% |
Aðrar rekstrartekjur | 8.400 | 6.738 | 1.662 | 25% |
Afkoma fyrir rekstrarkostnað | 53.512 | 48.700 | 4.812 | 10% |
Laun og launatengd gjöld | 14.061 | 14.049 | 12 | 0% |
Önnur rekstrargjöld | 9.789 | 9.465 | 324 | 3% |
Rekstrarkostnaður | 23.850 | 23.514 | 336 | 1% |
Hagnaður fyrir skatta | 29.662 | 25.186 | 4.476 | 18% |
Tekju- og bankaskattur | -9.896 | -8.543 | -1.353 | 16% |
Hagnaður ársins | 19.766 | 16.643 | 3.123 | 19% |
Allar upphæðir eru í milljónum króna
Hreinar vaxtatekjur námu 36,3 milljörðum króna á árinu 2017 samanborið við 34,7 milljarða króna árið 2016. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna og heildarskulda var 2,5% á árinu 2017 og hækkar um 0,2% á milli ára.
Virðisbreytingar útlána voru jákvæðar um 1,8 milljarð króna samanborið við neikvæða virðisbreytingu upp á 318 milljónir króna árið 2016. Hreinar þjónustutekjur námu 8,4 milljörðum króna á árinu 2017, sem er hækkun um 622 milljónir króna á milli ára. Sú hækkun skýrist að langstærstum hluta af aukningu á kortamarkaði og auknum umsvifum í markaðsviðskiptum.
Aðrar rekstrartekjur námu 7 milljörðum króna á árinu 2017 samanborið við 6,6 milljarða króna árið 2016, sem er hækkun um 7% á milli ára. Hækkunina má einkum rekja til jákvæðra gangvirðisbreytinga óskráðra hlutabréfa.
Rekstrarkostnaður ársins 2017 var 23,9 milljarðar króna, en það er hækkun frá árinu 2016, þegar rekstrarkostnaðurinn var 23,5 milljarðar króna. Launakostnaður stendur í stað á milli ára og annar rekstrarkostnaður hækkaði um 324 milljónir. Kostnaðarhlutfallið fyrir árið reiknast 46,1%. Kostnaðarhlutfallið sýnir hlutfall rekstrargjalda bankans á móti hreinum rekstrartekjum, að undanskildum virðisbreytingum útlána. Stöðugildum í samstæðu bankans fækkaði um 15 á árinu 2017, úr 1.012 í 997.